11.1 C
Selfoss

Opið fyrir umsóknir í íþrótta- og afrekssjóð

Vinsælast

Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd óskar eftir umsóknum í íþrótta- og afrekssjóð Rangárþings eystra. Rétt til umsóknar eiga allir íþróttamenn sem eru með lögheimili í Rangárþingi eystra og stunda íþrótta þar eða stunda íþrótt sem ekki er mögulegt að stunda í sveitarfélaginu. Umsækjendur verða að vera 14 ára eða eldri. Einungis íþróttagreinar sem eru viðurkenndar innan ÍSÍ koma til greina við úthlutun styrkja.

Markmið sjóðsins er að veita einstökum íþrótta- eða afreksmönnum fjárstuðning til að auðvelda þeim æfingar og þátttöku í keppnum.

Umsóknum skal fylgja: Áætlanir um æfingar og fyrirhugaða þátttöku í æfingum og keppnum, fjárhagsáætlun, kennitala og reikningsnúmer.

Umsóknum skal skilað á netfangið heilsueflandi@hvolsvollur.is fyrir 1. október 2022.

Nýjar fréttir