Mýrdalshreppur fékk nýlega að gjöf fallegt listaverk sem skartar íslenska skjaldarmerkinu. Listamaðurinn sem heitir Zoltán Barát og er frá Ungverjalandi, hefur verið búsettur í Vík í nokkur ár. Hann býr til ýmiskonar höggmyndalistaverk úr leir og fljótlega verður annað listaverk hans til sýnis á viðburði til heiðurs Skaftfellingi sem verður haldinn á Regnbogahátíð.