6.1 C
Selfoss

Valborg og Fagvís sameinast

Vinsælast

Frá og með deginum í dag sameinast tvær fasteignasölur í Hveragerði, Valborg og Fagvís, og starfa framvegis undir nafni Valborgar.

Fasteignasalan Fagvís var formlega stofnuð árið 2007 af hjónunum Aðalheiði Dúfu Kristinsdóttur og Kristni G. Kristjánssyni. Árið 2019 kaupir Kristín Rós Magnadóttir reksturinn af þeim og hefur rekið síðan. Hjá Fagvís starfa auk Kristínar þær Elínborg María Ólafsdóttir og Eva Björg Árnadóttir, sem er í barneignarleyfi. Hefur Kristín nýverið lokið prófi með ML gráðu í lögfræði, Elínborg og Eva eru báðar löggiltir fasteignasalar.

Fasteignasalan og ráðgjafafyrirtækið Valborg var stofnað á vormánuðum 2020 af Elvari Guðjónssyni, Jónasi Ólafssyni og Maríu Sigurðardóttur, öll er þau viðskiptafræðingar frá HÍ og löggiltir fasteingasalar. Árið 2021 keypti Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteingasali, sig inn í reksturinn, þá með starfsstöð á Selfossi.

Nú hafa tekist samningar um samstarf þessara tveggja fasteignasala og munu þær í framtíðinni starfa undir merkjum Valborgar, fasteignasala og ráðgjöf. Verður þar með starfsmannafjöldinn tólf, níu með aðstöðu í Nóatúni 17, Rvk en þrjú við Austurmörk 4, Hveragerði.

Hjá Valborgu starfa eingöngu löggiltir fasteignasalar, mörg eru einnig viðskiptafræðingar eða lögfræðingar. Stofan veitir því einnig ráðgjöf og lögfræðiaðstoð.

Formlega opnun í Hveragerði er í dag, en boðið verður upp á léttar veitingar milli 17 og 19. Öll eru hjartanlega velkomin að fagna með okkur en nýja skrifstofan er að Austurmörk 4.

Starfsfólk Valborgar, fasteignasala og ráðgjöf.

Nýjar fréttir