Í dag á milli 15-17 opnar Ásdís Hoffritz sýningu á verkum sínum í Gallery Listasel sem er staðsett við hringtorgið, í nýja miðbænum á Selfossi. Ásdís Hoffritz er fædd og uppalin á Selfossi en hún hefur unnið sleitulaust að list sinni síðan um aldamótin síðustu og sótt fjölda námskeiða á tímabilinu. Í Gallery Listasel sýnir Ásdís nú verk undir titlinum „Ofar jörðu“. Málverkin eru öll unnin með olíu á striga en auk þess sýnir Ásdís útskorna fugla en saman mynda þessi verk eina heild sem tengjast frelsi og dýrðleik náttúrunar á einn eða annan hátt. Sýningarstjórn annaðist Guðrún A. Tryggvadóttir.