9.5 C
Selfoss

Hátt í 100 manns koma fram á stórtónleikum Hamingjunnar við hafið

Vinsælast

Bæjarhátíðin Hamingjan við hafið hófst 2. ágúst og nær hápunkti á stórtónleikum laugardagskvöldið 6. ágúst. Það er mikið um að vera fyrir fjölskylduna alla þessa daga sem eftir eru af dagskránni. Sem dæmi um dagskrárliði má nefna sundlaugapartý, harmonikkuball á 9unni, garðtónleikar um allan bæ í samstarfi við Hljómlistafélag Ölfuss, hverfapartý í gömlu bræðslunni, böll, froðufjör, Leikhópurinn Lotta og svona mætti lengi telja. En eins og áður sagði nær hátíðin hápunkti með stórglæsilegum tónleikum sem settir voru saman að tilefni 70 ára afmælis Þorlákshafnar síðasta sumar en voru færðir um ár út af veirunni heimsfrægu. Á tónleikunum koma fram m.a. Bassi Maraj, Reykjavíkurdætur, hljómsveitin Albatross ásamt gestum sem eru Jónas Sig, Ragga Gísla, Lay Low, Júlí Heiðar, Anna Magga og Emilía Hugrún. Rúsínan í pylsuendanum er svo Lúðrasveit Þorlákshafnar og Fjallabræður sem stíga á svið þegar fjörið nær hámarki rétt áður en kveikt verður í flugeldasýningunni. Matarvagnar verða á staðnum frá kl. 18 um það leiti sem Dj EJ stígur á svið og strax á eftir honum eru heimahljómsveitirnar Sunnan 6 og Moskvít sem sjá um að hita mannskapinn vel upp áður en Bassi Maraj stígur á svið. Þá er enn ónefndur leynigesturinn sem má segja með sanni að sé lifandi goðsögn.

Frítt er inn á tónleikana eins og alla aðra viðburði á vegum Sveitarfélagins Ölfuss.

Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er veðurspáin tvísýn en komi til þess að færa þurfi tónleikana inn, þá verður það kynnt vel á facebook síðu Hamingjunnar við hafið og á olfus.is

Verið hjartanlega velkomin til Þorlákshafnar.

Nýjar fréttir