7.3 C
Selfoss

Þjóðhátíðarstemning á Selfossi

Vinsælast

Á aðfaranótt mánudags var blásið til þjóðhátíðarveislu í miðbæ Selfoss, þar sem fjöldi fólks safnaðist saman og naut þess að hlusta á og syngja með brekkusöngnum sem var streymt beint þangað úr Vestmannaeyjum og varpað á stórt tjald. Samkvæmt ánægðum miðbæjargesti var þetta það sem hún hélt að kæmist næst því að vera í eyjum af því sem hún hafði áður reynt. „Þessi miðbær sko. Það var fólk allstaðar, allir stólarnir frá Messanum voru settir út á stétt, einhverjir sátu á stéttinni, aðrir í tröppunum og það var bara alveg geggjuð þjóðhátíðarstemning, allir svo glaðir og allt svo frábært, ég get ekki beðið eftir því að endurtaka þetta að ári.“

Nýjar fréttir