0.6 C
Selfoss

Miðbar opnar í miðbæ Selfoss

Vinsælast

Skemmtanaþyrstir sunnlendingar geta sannarlega glaðst yfir því að langþráður og glæsilegur Miðbar mun opna dyr sínar fyrir öllum 20 ára og eldri í samkomuhúsinu Friðriksgáfu við Brúartorg á Selfossi klukkan 15 í dag. Miðbar er sem stendur á tveimur hæðum en í ágúst kemur tónleikastaðurinn Sviðið til með að opna í kjallaranum.

„Í Miðbar munum við sýna frá öllum helstu íþróttaviðburðum, gestir geta gætt sér á svalandi drykkjum, hlustað á trúbadora, sungið í karaoke og hægt verður að leigja veislusal á efstu hæðinni fyrir einkasamkvæmi. Við erum kampakát með að geta loksins boðið fólk velkomið til okkar og erum spennt fyrir opnunarhelginni,“ segir Hlynur Friðfinnsson framkvæmdastjóri Miðbars.

„Opnunartímar Miðbars verða á fimmtudögum frá 15-01, föstudögum frá 15-03, laugardaga frá 12-03 og sunnudaga frá 12-22 og svo auðvitað ef það er leikur eða Eurovision eða einhver sjónvarpsviðburður sem er ekki á auglýstum opnunartíma komum við til með að hafa opið,“ segir Hlynur að lokum.

Myndirnar tók Steinn Vignir við opnunarteiti Miðbars í gærkvöld.

Nýjar fréttir