1.7 C
Selfoss

Með vængjaþyt og söng

Vinsælast

Næstu tónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn í Strandarkirkju verða sunnudaginn 3. júlí nk. kl. 14. Á tónleikunum koma fram tvær ungar vonarstjörnur, þær Bryndís Guðjónsdóttir og Vera Hjördís Matsdóttir. Með þeim leikur Ingunn Hildur Hauksdóttir á píanó og orgel. Yfirskrift tónleikanna er ,,Með vængjaþyt og söng“ en á efnisskrá þeirra eru íslensk þjóðlög og sönglög eftir Þórarinn Jónsson, Pál Ísólfsson, Jórunni Viðar, Gunnar Þórðarson ogTryggvi M. Baldvinsson ásamt verkum eftir Pergolesi, Orff, Grieg, Alyabyev, Delibes og Brahms.Aðgangseyrir er kr. 3.500. Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Tónlistarsjóði.

Um flytjendur:

Bryndís Guðjónsdóttir hlaut fyrsta sæti í Raccardo Zandonai keppninni á Garda árið 2021. Sama ár fór hún tvívegis með hlutverk Næturdrottningarinnarúr Töfraflautunni eftir Mozart í Reaktorhalle í München undir stjórn Waltraud Lechner og með Oper im Berg í Salzburg undir stjórn Stefano Seghedoni. Bryndís hefur komið víða að erlendis og innanlands hefur hún sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, síðast á jólatónleikum þeirra árið 2021 og mun syngja í uppfærslu þeirra í Töfraflautunni árið 2023. Bryndís útskrifaðist með bakkalár- og meistaragráðu í Opera and Musical Theatre frá Mozarteum
Tónlistarháskólanum í Salzburg þar sem hún lærði hjá Michéle Crider, Gernot Sahler og Alexander von Pfeil. Þar áður hafði Bryndís lokið framhaldsprófi í söng árið 2015 hjá Önnu Júlíönu Stefándsóttur og numið eitt ár við Listaháskóla Íslands hjá Þóru Einarsdóttur, Kristni Sigmundssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Hún var meðal sigurvegara keppninngar Ungir einleikarar árið 2018 og bar sama ár sigur úr bítum í Duschek keppninni í Prag. Bryndís hefur hlotið styrki hérlendis frá Tónlistarsjóði Rótarý, Halldórs Hansen, Söngmenntasjóði Marínós Péturssonar, Wagnerfélagi Íslands og Ingjaldssjóði. Árið 2022 söng Bryndís tvívegis Carmina Burana, í Stuttgart undir stjórn Heiko Mathias Förster í Liederhalle í
Stuttgart með Prague Royal Philharmonic og í Norðurljósum í Hörpu undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Bryndís söng Stabat mater eftir Pergolesi og Nulla in Mundo RV 630 eftir Vivaldi í Litháen fyrr í sumar.

Vera Hjördís Matsdóttir sópran söngkona leggur stund á nám í klassískum söng á meistarastigi viðKonunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. Kennarar hennar eru Frans Fiselier og Carolien Drewes. Vorið 2020, útskrifaðist Vera með Bmus gráðu í söng frá Listaháskóla Íslands. Kennarar hennar voru Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Um vorið, það sama ár var Vera í hópi þeirra þriggja útskriftarnema sem hlutu viðurkenningu úr styrktarsjóði Halldórs Hansen. Veturinn 2016 – 2017 nam Vera söng hjá Hlín Pétursdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík, nú MÍT. Vera lauk framhaldsprófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur vorið 2016.Vera söng með Hamrahlíðarkórunum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur samhliða skólagöngu sinni við Menntaskólann við Hamrahlíð. Vera er alin upp í
tónlistarstarfi Langholtskirkju og hefur sungið með öllum kórum kirkjunnar, lengst af undir stjórn JónsStefánssonar. Vera hefur sinnt ýmsum fjölbreyttum tónlistar tengdum verkefnum á Íslandi sem og erlendis. Til dæmis má nefna þátttöku hennar í uppfærslu á nýrri óperu, Hlaupa eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur sem flutt var í Door creative studio í Amsterdam síðasta haust. Einnig fór Vera með eitt af fjórum hlutverkum í óperunni Kornið eftir Birgit Djupedal sem sýnd var á óperudögum árið 2018.

Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari er fædd í Reykjavík árið 1969. Hún stundaði nám hjá KristínuÓlafsdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Ingunn lauk píanókennara- og einleikaraprófi fráTónlistarskólanum í Reykjavík 1993 og naut þar leiðsagnar Jónasar Ingimundarsonar. Ingunn sótti einkatíma um tveggja ára skeið í London hjá Roger Vignoles. Ingunn hefur sl. 20 ár tekin virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, með áherslu á kammertónlist. Hún hefur gert upptökur fyrir útvarp og geisladiska og komið fram á tónleikum hérlendis og erlendis, oft með áherslu á kynningu og flutning íslenskrar tónlistar. Ingunn hefur leikið með ýmsum kammerhópum og m.a. flutt fyrir Kammermúsíkklúbbinn píanókvintetta og sextetta eftir R. Vaughan Williams, J. N. Hummel, L. Farrenc, F. Schubert og F. Mendelsohn ásamt
frumflutningi íslenskrar tónlistar fyrir tríó eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Báru Grímsdóttur. Ingunn kennir píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar og starfar sem meðleikari við Menntaskóla í Tónlist.

 

 

Nýjar fréttir