9.5 C
Selfoss

Ölvaður maður féll af hlaupahjóli

Vinsælast

8 umferðarslys/óhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Af þeim 4 með meiðslum.   Ökumaður mótorhjóls  á leið yfir vað á Gjábakkavegi þann 30. maí s.l. féll af hjólinu og var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík en var ekki talinn alvarlega slasaður. Þá féll ölvaður maður af hlaupahjóli á Selfossi þann 4. júní og slasaðist við það. Einn slasaðist þegar bifreið var ekið af Kiðjabergsvegi í veg fyrir aðra á Biskupstungnabraut þann 4. júní. Sá fjórði velti bíl sínum á Auðsholtsvegi í uppsveitum Árnessýslu. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem gert var að sárum hans.

Nýjar fréttir