8.9 C
Selfoss

Nýr meirihluti klár í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Undirritun málefna- og samstarfssamnings milli N-listans og D-listans um myndun meirihluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra, fór fram föstudaginn 27. maí á Midgard, Hvolsvelli. 

Ný sveitarstjórn mun taka til starfa á fyrsta fundi sínum þann 2. júní 2022. 

Tillaga verður lögð fram um að Tómas Birgir Magnússon verði oddviti Rangárþings eystra, að Anton Kári Halldórsson verði ráðin sveitarstjóri Rangárþings eystra og Árný Hrund Svavarsdóttir verði formaður byggðarráðs Rangárþings eystra. 

Við hlökkum til komandi kjörtímabils, verkefnin eru ærin og við erum klár í slaginn.

Fréttatilkynning frá meirihluta Rangárþings eystra.

Nýjar fréttir