1.1 C
Selfoss

Í görðum safnsins með Hafsteini Hafliðasyni

Vinsælast

Hafsteinn Hafliðason einn fremst garðyrkjumaður landsins heimsækir Eyrarbakka sunnudaginn 29. maí og verður með erindi og leiðsögn við Byggðasafn Árnesinga.

Í borðstofu Hússins stendur nú yfir sýningin Með mold á hnjánum þar sem stiklað er á stóru yfir sögu og þróun garðyrkju í Árnessýslu. Það er þannig kjörið tækifæri til að fá Hafstein til að miðla með sér fróðleik úr heimi garðyrkjunnar.

Hafsteinn hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar árið 2018. Hann vann lengst af hjá Blómavali en einnig sem garðyrkjustjóri í tveimur sveitarfélögum.

Hafsteinn hefur kennt við Garðyrkjuskóla ríkisins, setið í ritstjórn Garðyrkjuritsins skrifað bækur og greinar og starfað sem sjálfstæður garðyrkjuráðgjafi svo fátt eitt sé nefnt.

Nýjasta stórvirki hans er bókin Allt í blóma sem kom út á þessu ári.

Erindi og leiðsögn Hafsteins mun hefjast inni í Húsinu kl. 13.00 allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Nýjar fréttir