3.9 C
Selfoss

Hátíðisdagur við Flóaáveituna á Brúnastaðaflötum

Vinsælast

Nýtt upplýsingaskilti verður afhjúpað að Flóaáveitunni á Brúnastaðaflötum laugardaginn 21. maí n.k. kl 11.00.  Athöfn verður við Þórsveg sem fær nafn og liggur að Inntaksmannvirkinu að Flóaáveitunni af Brúnastaðavegi við Vélaskurð-inn. Hildur Hákonardóttir hannyrðakona afhjúpar skiltið og Ragnheiður Gló Gylfadóttir fornleifafræðingur flytur ávarp. Gengið verður eftir Þórsvegi að athöfn lokinni 2,5 km eða ekið, Þar verður opnað fyrir áveituvatn úr Hvítá í Vélaskurðinn og á áveitukerfið. Leiðsögumenn göngunnar verða Guðni Ágústsson og Guðmund-ur Stefánsson allir velkomnir. Ferðafélag Íslands efnir til göngu með Flóamönnum.

Fréttatilkynning frá stjórn Flóaáveitufélagsins

Nýjar fréttir