6.7 C
Selfoss

Rúmlega 20 krakkar tóku þátt

Vinsælast

Laugardaginn 2. apríl sl. var síðasti kennsludagur skákkennslu grunnskólabarna í Fischersetri. Þetta var síðasti tíminn af 8 skipta námsskeiði, sem byrjaði í febrúar sl. Rúmlega 20 krakkar tóku þátt í námsskeiðinu og sáu Arnar Breki Grettisson og Ingimundur Sigurmundsson frá Skákfélagi Selfoss og nágrennis um kennsluna. Í síðustu kennslustundinni var blásið til skákmóts og úrslitin urðu þau að Magnús Tryggvi Birgisson vann allar sínar skákir og sigraði mótið með 7 vinningum, næstir komu þeir Vilhjálmur Hólm Ásgeirsson, Grímur C. Ólafsson og Ásgeir Ægir Gunnarsson sem allir voru jafnir að stigum eða 5 vinninga hver, en þar sem Vilhjálmur hafði teflt við sterkustu andstæðingana hlaut hann annað sætið og Grímur það þriðja.

Nýjar fréttir