1.1 C
Selfoss

FSu sigrar Söngkeppni framhaldsskólanna

Vinsælast

Þorlákshafnarmærin Emilía Hugrún Lárusdóttir, ásamt skólahljómsveit Fjölbrautarskóla Suðurlands, kom sá og sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á Húsavík í kvöld en Emilía söng lag Ettu James, I´d rather go blind svo lystilega að Etta heitin væri eflaust hæstánægð með þennan stórkostlega flutning.

FSu hefur einu sinni áður borið sigur úr býtum í Söngkeppninni, en árið 1990 sigraði „föðurnafni“ Emilíu, Lárus Ingi Magnússon allra fyrstu Söngkeppnina með laginu Eltu mig uppi sem Sálin hans Jóns míns gerði frægt ári áður.

Við óskum Emilíu innilega til hamingju með vel verðskuldaðan sigur og hlökkum til að fylgjast áfram með þessari mögnuðu, Sunnlensku söngkonu.

Nýjar fréttir