7.8 C
Selfoss

Hættuleg og heilsuspillandi myglutegund neyddi þau að heiman

Vinsælast

Söfnun í gangi til styrktar Freyju, Sigurþóri og börnunum þeirra

Þetta eru Freyja og Sigurþór, ásamt börnunum sínum þremur. Emilía Sif (tíu ára) Embla Dagmar (sex ára) og Eiður Smári (tveggja ára). Fyrir rúmu hálfu ári festu þau kaup á drauma húsinu sínu á Hellu. Fyrir þeim er þetta ekki bara hús, heldur fjölskyldugersemi, þar sem amma og afi Sigurþórs bjuggu þarna þegar Sigurþór var lítill gutti.

Þeim hlakkaði til að gera húsið að sínu en þau áform töfðust því Eiður litli veiktist hvað eftir annað. Hann varð svo veikur að foreldrar hans þurftu að dvelja með hann á barnaspítalanum oftar en einu sinni þar sem hann hélt ekki uppi mettun og var háður súrefni,meðal annars lá Eiður inni á barnaspítalanum í um viku rétt fyrir jólin 2021 en blessunarlega komst hann heim degi fyrir þorláksmessu þannig fjölskyldan gat haldið jólin saman.

Vírusar, öndunarfærasýkingar, hár hiti, flekkir um líkamann,ofnæmi ásamt fleiru hrjáðu hann hvað eftir annað. Og engin skildi af hverju hann fór að vera svona lasin hvað eftir annað. Ekki fyrr en um miðjan febrúar, þegar Sigurþór og Freyja fá konu sem er með sérstaklega þjálfaðan mygluleitarhund til þess að koma heim til þeirra með hundinn til þess að skoða húsið og sjá hvort hann merki einhverstaðar myglu, því grunur lék á að það væri ekki allt með felldu. Þar sem að Freyja var farin að finna fyrir óþægindum í öndunarfærum og komin með undarlega bletti á líkaman og var farin að leita sér læknisaðstoðar gagnvart því.

Ég kann ekki þetta myglu lingó – En staðan er svona: Þau þurftu að gjöra svo vel að flytja út úr húsinu. Henda svo mikið sem nánast allri búslóð, rúmum, sængum, teppum,leikföngum, bara öllu, Rífa upp gólfefni, rífa niður millivegg og gera við allt þakið eins og það leggur sig þar sem það fannst mygla þar og í svefnherbergi sigurþórs og Freyju. Ástæða þess að þau þurfa að losa sig við nánast allt er að myglutegundin sem fannst í herberginu þeirra getur verið hættuleg og mjög heilsuspillandi fyrir fólk. Þessi tegund dreifir sér með loftinu og agnarsmá myglugró setjast svo i nánast allt. Þau eru með leiðsögn fagfólks í þessum málum og eru algjörlega að fara eftir þvi sem sérfræðingar í þessum málum mæla með.

Þetta hefur haft mjög vond áhrif á heilsu fjölskyldunnar, þá sérstaklega Eiðs Smára litla, sem snarlagaðist um leið og hann var fjarlægður af heimilinu. Og flekkirnir sem komnir voru á Freyju eru horfnir núna eftir að hún fór út af heimilinu.

Þetta er auðvitað mikill skellur fyrir þau öll, andlega, líkamlega og auðvitað fjárhagslega. Þess vegna langar okkur að biðja þig – elsku þú sem ert að lesa þennan póst að leggja þeim lið ef þú hefur tök á því. Margt smátt, gerir eitt stórt.

Fjárhæðin sem safnast fer í viðgerðir á húsinu og vonandi með aðstoð okkar allra, geta þau komið lífi sínu aftur í stand, eins fljótt og mögulegt er.

Reikningsnúmer: 0525-14-603243
Kennitala: 170581-3269

Takk fyrir að lesa og takk fyrir að leggja þessari yndislegu fjölskyldu lið ef þú hefur tök á því.

Kær kveðja,
Sirrý frænka, Sigrún frænka og Inga vinkona

Nýjar fréttir