11.1 C
Selfoss

Svona er staðan

Gunnar Egilsson.
Gunnar Egilsson.

Ég hef verið í sveitarstjórn í tólf ár og átta ár í meirihlutastjórn. Frá 2010 höfum við þurft að taka á rekstri sveitarfélagsins, sem var á gjörgæslu hjá eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna skuldastöðu. Við  þurftum að ráðast í róttækar aðgerðir hjá sveitarfélaginu til að ná rekstrinum í jafnvægi. Okkur tókst það á átta árum. Við náðum skuldum sveitarfélagsins úr 206% niður í 124% skuldahlutfall, sem var  gríðarleg vinna. Velta þurfti hverri krónu fyrir sig og forgangsraða verkefnum eftir getu og fjármagni á þessum erfiðu tímum. Ásamt því að halda utan um þau verkefni sem við vorum með í framkvæmdum á þessum árum. 

Sem íbúi í Árborg þarf að velta framtíðinni fyrir sér í þessu sveitarfélagi sem saman stendur af skuldasöfnun, óráðsíu og óstjórn. Gæluverkefnin koma fyrst og svo koma  innviðirnir á eftir alltof seint, svo sem  skólar og leikskólar, kalt og heitt vatn, frárennsli og margt fleira. Á þessu kjörtímabili hef ég margbent á þetta með skrifum í bæjar- og landsmálablöðin, eins á bæjarstjórnarfundum og í bæjarráði. En alltaf hefur verið farið í manninn en ekki málefnin með leiðindum og óhróðri að farið sé með ósannindi í mínum málflutningi. Það er frekar vont að fá sannleikann framan í sig.

Skuldastaða sveitarfélagsins er gríðarlega erfið. Skuldir hafa hækkað um 100%. Í  rekstrarhlutanum sem dæmi, A hlutinn (sem er rekstur sveitarfélagsins), var hagnaður upp á 16 milljónir í plús  árið 2017 en núna stefnir hann í það að vera um 2,2-2,4 milljarða tap. Ekki er hægt að kenna covid og fjölgun íbúa um allt. Því ástæðan er einfaldlega sú að fólk hefur tapað yfirsýn yfir reksturinn. Öll verk fara fram úr áætlun sem er aðalorsök vandans, sem ég ætla ekki að fara nánar út í núna.  

Framtíðarsýn sveitarfélagsins er sú að innviðirnir séu settir í forgang. Einblína þarf númer eitt á lögbundna þjónustu, s.s. skóla, leikskóla,  kalt og heitt vatn og fráveitu  síðan koma gæluverkefnin eins og staða íþrótta og fleira. Við þurfum að laða til okkar atvinnutækifæri sem er mikilvægt fyrir okkar samfélag. Við eigum góða möguleika á því ef við náum að koma innviðunum í lag svo þeir verða í lagi og fyrirtæki sjái sér hag í því að vilja koma með rekstur sinn í þetta sveitarfélag. 

Fólk er hissa á því af hverju ég gef ekki kost á mér í fyrsta sæti listans. Ég hef verið oddviti listans í átta ár og tel ég miklar áskoranir vera fram undan hjá  okkar sveitarfélagi að takast á við það að laga innviði, sem komnir eru í þrot hvað  framkvæmdir og fjármál varðar. Ég tel að kröftum mínum sé betur borgið á öðru sæti listans til að ég geti sinnt þessum verkefnum af heilum hug þar sem mínir starfskraftar, þekking og reynsla nýtast sveitarfélaginu sem best til komandi ára.

Því óska ég eftir ykkar stuðningi  í 2. sæti listans í komandi prófkjöri sjálfstæðismanna þann 19. mars  næstkomandi, 

Gunnar Egilsson
Bæjarfultrúi og núverandi oddviti  sjálfstæðismanna í Árborg 

Nýjar fréttir