6.7 C
Selfoss

Ný fagmannaverslun á Selfossi

Vinsælast

Sindri, Johan Rönning og Vatn & veitur hafa opna nýja og glæsilega verslun í nýju húsnæði að Austurvegi 69 á Selfossi.

„Viðskiptavinir okkar hafa beðið spenntir eftir þessu og við erum mjög ánægð að geta komið til móts við þarfir þeirra á þennan hátt. Við höfum unnið að þessari opnun undanfarið ár og við erum mjög spennt fyrir að stimpla okkur enn frekar inn á Suðurlandi, framundan er mikill uppgangur og kraftur í sveitarfélaginu og við viljum vera þar sem viðskiptavinirnir okkar eru.“ segir Anný Björk Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri nýrrar verslunar, í samtali við Dagskrána.

Í nýrri verslun er mikið úrval verkfæra frá heimsþekktum framleiðendum m.a. DeWALT og Toptul, vinnufatnaður frá sænska hágæðaframleiðandanum Blåkläder auk raflagna- og pípulagningaefnis fyrir fagmenn. Í verslun okkar starfar afar hæft starfsfólk með mikla reynslu og menntun á sínu sviði. ,,Það er mikil búbót fyrir þessar stéttir á þessu svæði, að geta verslað allan sinn búnað í heimabyggð. “ segir Anný.

Kaffibar fyrir viðskiptavini

Í þessari viku bjóðum við viðskiptavinum upp á alvöru kaffibar og barista en auk þess verðum við með glæsileg opnunartilboð. Þetta er því frábært tækifæri til að kíkja við í nýju verslunina og græja sig upp af verkfærum fyrir vorið og sumarið. Við munum að auki draga út einn heppin viðskiptavin í mars sem fær einkar glæsilegt 6 véla DeWALT verkfærasett. Við verðum einnig með fjölda starfsmanna frá öðrum starfsstöðvum okkar til að þjónusta alla á sem bestan máta.

Afbragðs fagfólk af Suðurlandi hefur komið að byggingu hússins og undirbúnings. Jón Árni húsasmíðameistari hjá Árfossi sá um bygginguna á þessu reisulega 1330fm límtréshúsi.

Johan Rönning hefur verið á Selfossi frá 2007 og alltaf á Eyrarveginum. „Í nýju verslunni höfum við þrefaldað fermetrafjöldann sem þýðir að við getum boðið upp á stóraukið vöruúrval og stærri lager. Við leggjum áherslu á að þróa vöruúrvalið í samráði við viðskiptavinina og þarfir markaðarins, það verður spennnandi að geta tekið það áfram,“ segir Anný.

„Við höfum frá upphafi státað okkur af framúrskarandi þjónustu, áreiðanleika og sérþekkingu og það verður ekkert lát á því,“ segir Anný að lokum en Johan Rönning mun fagna 90 ára afmæli á næsta ári.

Nýjar fréttir