1.7 C
Selfoss

Bómullarglaðningur

Það styttist í vorkomu og við erum nýbúnar að fá alveg dásamlega fallegt bómullargarn frá Permin sem okkur fannst upplagt að prjóna eitthvað sumarlegt úr. Garnið heitir Maja, það kemur í 50 gr dokkum, 165 m á dokunni og fæst í nokkrum fallegum litasamsetningum.

Við vorum ekki vissar þegar við lögðum af stað hvað yrði úr þessu; handklæði, sumarsjal eða jafnvel fallegur löber á borðstofuborðið? Möguleikarnir eru margir og um að gera að fjölga eða fækka annað hvort lykkjum eða umferðum eftir því hvað þig langar að gera.

Mynstrið hleypur á 19 lykkjum og 4 umferðum og svo eru 6 lykkjur í upphafi og lok umferðar til að mynda kant.

Við fitjuðum upp 88 l á prjóna nr 4,0 (garnið er gefið upp á prjóna 3-3,5 en við vildum hafa stykkið svolítið loftkennt og létt og völdum því örlítið stærri prjóna).

Svo fer það eftir hvað þú vilt hafa stykkið langt hversu margar dokkur þú þarft. Stykkið okkar mælist ca 120 sm og í það fóru 3 dokkur. Ef þú vilt gera nett handklæði þá ætti ein dokka að duga.

Uppskrift: 

Fitjið upp 88 lykkjur og prjónið garðaprjón alls 10 umferðir (5 garðar).

Prjónið þá áfram mynsturprjón þar til stykkið nær óskaðri lengd.

Athugið að fyrstu 6 l og síðustu 6 l eru alltaf garðaprjón, þ.e. prjónaðar sléttar í öllum umferðum. Við mælum auk þess með því að fyrsta lykkja hverrar umferðar sé tekin óprjón-uð til að mynda fallegan kant.

Ljúkið stykkinu með því að prjóna aftur 10 umferðir garðaprjón. Fellið laust af og gangið frá endum.

Mynstur:

Tákn: > Takið 1 l óprjónaða, prjónið næstu l og steypið svo óprjónuðu l yfir

< Prjónið 2 l saman þannig að þær halli til hægri

Sláið upp á prjóninn

  Prjónið slétt

Athugið að 3ja umferð er lesin frá hægri til vinstri.

1.umferð: Prjónið allar l sléttar.

2.umferð: Prjónið allar l sléttar.

3.umferð: < < < ○  ○ ◠ ○ ◠ ○ ◠ ○ ◠ ○ ◠ ○ > > >

4.umferð: Prjónið allar mynsturlykkjur brugnar.

Uppskrift: Þóra Þórarinsdóttir.

Nýjar fréttir