9.5 C
Selfoss

Aldrei borist jafn margar vandaðar smásögur og nú

Vinsælast

Fimmtudaginn 3. mars sl. voru verðlaun veitt í ensku smásagnakeppninni 2021 sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) heldur í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september. Grunnskólinn í Hveragerði hefur tekið þátt í landskeppninni samfellt frá árinu 2012 með afbragðs góðum árangri enda er sögugerðin fastur liður í skólastarfinu. Að þessu sinni átti grunnskólinn fjóra vinningshafa sem fengu viðurkenningar sínar afhentar við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, þar sem forsetafrúin Eliza Reid afhenti verðlaunin ásamt stjórn FEKÍ. Aldrei hefur borist jafn margar vandaðar smásögur og nú.

Í flokknum 5. bekkur og yngri hlaut Hróar Ingi Hallsson 1. verðlaun og í flokknum 6.-7. bekkur hlaut Bryndís Klara Árnadóttir 3. verðlaun, Sigurður Grétar Gunnarsson hlaut 2. verðlaun og Dagbjört Fanný Stefánsdóttir hlaut 1. verðlaun. Við óskum verðlaunahöfunum innilega til hamingju með árangurinn.

Nýjar fréttir