1.1 C
Selfoss

Árborg tekur í notkun ábendinga­gátt

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í notkun ábendingagátt fyrir íbúa og er hún aðgengileg frá vef sveitarfélagsins. Verkefnið var unnið í samvinnu við Hafnarfjörð sem einnig hefur tekið sína gátt í notkun.

Þjónustuver Árborgar hefur frá því í janúar, unnið að undirbúningi og prófunum á kerfinu.

Tilgangurinn með ábendingagáttinni er að bæta þjónustu við íbúa og setja upp skýran feril fyrir ábendingar sem áður bárust með tölvupósti og gegnum síma.

Nýjar fréttir