7.8 C
Selfoss

Stækkun Lækjarbotnaveitu lokið

Vinsælast

Sá áfangi náðist nú í janúar að framkvæmdum lauk við stækkun s.k. Lækjarbotnaveitu hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá 2019 en um er að ræða nýjan miðlunartank í s.k. Fögrubrekku í Landsveit sem tengir saman vatnsöflunarsvæði veitunnar í Lækjarbotnum og m.a. dreifikerfi veit-unnar í Bjálmholti, Götu og við Skammbeinsstaði. Með tilkomu þessarar mikilvægu framkvæmdar þá er leyst úr vatnsþörf veitusvæðisins til langrar framtíðar og afhendingaröryggi veitunnar er tryggt. Verktaki við framkvæmdina var Þjótandi ehf. og undirverktaki byggingarinn-ar í Fögrubrekku var Tré- og Straumur ehf en heildarkostnaður við verkið var um 230 m.kr. Það eru sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur sem eiga veitukerfið en umsjón með rekstri og framkvæmdum er í höndum Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra.

ry.is

Nýjar fréttir