1.7 C
Selfoss

Margrét Gísladóttir opnar stofu í Fjölheimum

Vinsælast

Margrét Gísladóttir sérfræðingur í geðhjúkrun og fjölskyldufræðingur hefur opnað stofu í Fjölheimum, Tryggvagötu 13, Selfossi.

Margrét er doktor og klínískur sérfræðingur í geðhjúkrun og fjölskyldufræðingur. Hún býður upp á fjölskyldumeðferð/stuðning og ráðgjöf fyrir foreldra/aðstandendur einstaklinga (unglinga/ungs fólks) með geðrænan vanda, átröskun og ADHD. Hún er einnig með fjölskyldu- og hjónaviðtöl vegna samskiptavanda og aðstandendahópa einstaklinga með átröskun eða ADHD. 

Margrét hefur um 30 ára reynslu af að vinna á legu- og göngudeildum geðsviðs Landspítala og eitt ár á dagdeild fyrir einstaklinga með átröskun í London. Hún er starfandi í Domus Mentis geðheilsustöð og áður til fjölda ára á göngudeild BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítala). Margrét er stundakennari við HÍ. Hægt er að hafa samband i síma 692 2299 eða á netfangið margret@dmg.is

Nýjar fréttir