1.7 C
Selfoss

Stúkur fyrir Þorrann

Vinsælast

Þeir sem eru svo heppnir að kunna að prjóna geta alltaf gripið í verkfærin og bandið og prjónað sér skjólflík til að verjast kuldanum. Stundum er gott að hafa fingurna lausa og þá eru stúkur dásamlegar.

Garnið er úr flokknum Premium frá Regia en það er eðal sokkagarn og er framleitt í þrem mismunandi efnisgerðum, ull blönduð með silki, yak ull eða alpaka, auk nælons til styrkingar. Þessar stúkur eru prjónaðar úr Alpaca Soft og er auðvitað með gæða alpaka ull.

Prjónar nr. 3, sokkaprjónar eða Crazy Trio.

Skammstafanir:
l = lykkja, br = brugðin lykkja, sl = slétt lykkja, aú = snúið upp á þráðinn milli lykkjanna og prjónið sl.

Fitjið upp 56 lykkjur og tengið í hring. Prjónið stroff, 2 br, 2 sl, alls 30 umferðir.

Útaukning fyrir þumal: 2 br, aú, 2 sl, 2 br, 2 sl, aú, prjónið áfram stroff út umferðina. (Við útaukninguna fjölgar sléttu lykkjunum um eina lykkju í báðum sléttu hlutunum).  Prjónið 3 umferðir án útaukningar. Útaukning er gerð alls 6 sinnum, og þá eru sléttu lykkjurnar orðnar 8. Eftir síðustu útaukninguna eru prjónaðar 8 umferðir án útaukninga.

Bolhluti: 

2 br, Setjið þumal lykkjurnar 18 á band og geymið. Fitjið upp 2 l (sem verða prjónaðar sl í næstu umferðum) og haldið áfram að prjóna stroff alls 10 umferðir. Fellið af.

Þumalhluti: 

Setjið geymdu lykkurnar á prjóna og takið upp 8 l í kverkinni, tvær við uppfitið og 3 l hvoru megin. Byrjið að prjóna nýju lykkjurnar allar sl en hinar stroff eins og áður út umferðina.

Næsta umferð: 2 br, 2 sl saman, taka 1 l óprjónaða af prjóninum, prjónið 1 sl og steypið þeirri óprjónuðu yfir, 2 br, 8 sl, 2 br, 8 sl.

Prjónið áfram sl í sl l og br í br l 3 umferðir og fellið af.

 Gangið frá endunum og njótið.

 Hönnun: Alda Sigurðardóttir

Nýjar fréttir