-2.2 C
Selfoss
Home Fastir liðir Sunnlenski matgæðingurinn Bakaður Doritos-kjúklingaréttur

Bakaður Doritos-kjúklingaréttur

Bakaður Doritos-kjúklingaréttur
Sandra Dögg Garðarsdóttir.
Sandra Dögg Garðarsdóttir.

Sandra Dögg Garðarsdóttir er sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni. 

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að borða góðan mat og helst mikið af honum. Matargerðin mín dags daglega einkennist hins vegar yfirleitt af einhverju einföldu og fljótlegu í amstri dagsins.  

Bakaður Doritos-kjúklingaréttur
Fyrir 4

  • 1 bakki Ali kjúklingalundir
  • 1 poki Doritos ostasnakk
  • 1 krukka salsasósa
  • 1 dós ostaídýfa
  • Jalapeno í krukku
  • Ostur

Hita ofninn í 200°C. Sker kjúklingalundirnar í bita og steiki á pönnu, krydda vel með salti og pipar.  Mölva Doritos snakkið í pokanum og set það í botninn á eldföstu móti, ekki of stóru. Dreyfi salsasósunni yfir snakkið og smyr síðan ostadýfunni ofan á það. Mér þykir ostaídýfan frá Santa Maria langbest. Þegar kjúklingurinn er orðinn vel steiktur er honum dreyft ofan á. Gott að skera nokkra jalapeno smátt og setja yfir kjúklinginn og síðan ostinn yfir. Baka í ofninum ca 20 mín eða þar til osturinn er byrjaður að gyllast. 

Það er velkomið að bæta útá réttinn grænmeti sem til er í ísskápnum ef vilji er fyrir því, t.d. sveppum, chilli, papriku ofl. 

Ber þetta yfirleitt fram með hvítlauksbrauði og fersku salati. 

Þetta er sannkallaður föstudagsréttur sem slær í gegn í hvert skipti á mínu heimili.


Ég þakka Rebekku Kristinsdóttur fyrir þessa áskorun og skora áfram á góða vinkonu okkar, Dröfn Hilmarsdóttur, að deila með okkur uppskirft af einhverju girnilegu að viku liðinni.