0.6 C
Selfoss

Nú stingum við okkur til sunds og syndum hringinn í kringum landið

Vinsælast

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.

Sund er fyrir alla, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Það er tilvalin þjálfunaraðferð sem styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans en er einnig frábær og skemmtileg tómstundaiðja sem öll fjölskyldan getur stundað saman.

Sveitarfélagið Árborg hvetur íbúa til að vera duglega að nýta sundlaugarnar í nóvember sem og alla daga ársins. FRÍTT verður í Sundhöll Selfoss og sundlaugina á Stokkseyri 5. og 19. nóvember og hvetjum við alla til að kíkja í laugina hvort sem við ætlum að synda, slaka á í pottunum eða leika með fjölskyldunni.

Hægt verður að nálgast sundæfingar fyrir byrjendur sem og lengra komna í afgreiðslunni í Sunlauginni. Öll börn sem koma í sund fá Kobba kút límmiða.

Landsmenn allir, takið þátt í landsátaki í sundi og skráið ykkar vegalengd í hvert skipti sem þið syndið inn á www.syndum.is.

Nýjar fréttir