8.9 C
Selfoss

Basar í Þingborg 6. nóvember

Vinsælast

Kvenfélögin í  Flóahreppi standa sameiginlega að basar sem haldinn verður í félagsheimilinu Þingborg laugardaginn 6.nóvember 2021 kl. 13-17.

Innkoma basarsins rennur til Krabbameinsfélags Árnessýslu og verður nýtt í sérhæfða endurhæfingu í kjölfar krabbameinsmeðferðar sem er ný þjónusta í þróun hér á suðurlandi..

Kostnaðurinn við að halda úti sérhæfðri endurhæfingu í kjölfar krabbameinsmeðferðar felst í að greiða fagmenntuðu fólki þá vinnu sem það leggur inn í verkefnið. Fagmenntunin er fjölþætt enda er lögð áhersla á andlega, líkamlega og félagslega þætti.

Fjölbreytt vandað handverk verður til sölu, ásamt kökubasar og vöfflusölu.

Tekið verður við greiðslukortum.

Við hlökkum til að sjá sem flesta,

kvenfélög Gaulverjabæjarhrepps, Hraungerðishrepps og Villingaholtshrepp

Nýjar fréttir