2.8 C
Selfoss

Spennandi sýning í Gallerý Listasel

Vinsælast

Ný sýning opnar í Gallerý Listaseli í nýja miðbænum á Selfossi kl. 17 á morgun föstudag . Að þessu sinni eru hjónin María Ólafsdóttir og Eggert Kristinsson með sýningu sem ber yfirskriftina Kokteill og vísar þar til fjölbreyttra listforma, en á sýningunni verða bæði skartgripir og málverk í mismunandi stílum eftir þau hjónin. María og Eggert eiga EM heima gallerí sem er staðsett í Laxalæk 36 á Selfossi, þar sem þau taka á móti gestum eftir samkomulagi. Þar eru þau með leirmuni, skartgripi, málverk og fleira til sölu. 

María Ólafsdóttir er listmálari og leirlistakona og hefur af ástríðu fengist við list sína um árabil. Hún átti og rak Gallerí Thors í Hafnarfirði og hefur verið með verk sín á ýmsum sýningum.  Eggert Kristinsson er gullsmiður og listmálari, skartgripirnir hans eru eftirtektarverðir, hver og einn er einstakur og með mikinn karakter. 

EM heima gallerí er með bæði instagram (https://www.instagram.com/emheimagalleri/)  og facebook (https://www.facebook.com/emheimagalleri)  síðu þar sem hægt er að sjá sýnishorn af listaverkum þeirra og hafa samband ef vilji er fyrir því að koma í galleríið þeirra í Laxalæk. 

 

Nýjar fréttir