-5.9 C
Selfoss

Nei ráðherra sýnt að nýju hjá Leikfélagi Hveragerðis

Vinsælast

Nú í lok september tekur Leikfélag Hveragerðis aftur til sýninga gamanfarsann Nei Ráðherra, eftir breska leikskáldið og ókrýndan konung farsanna Ray Cooney. Leikstjóri er Örn Árnason en þýðandi var snillingurinn Gísli Rúnar Jónsson.  Sýndar voru 6 sýningar sl. vor við frábærar undirtektir. Nei Ráðherra er farsi af bestu gerð en nýji ráðherrann í ríkistjórn Kötu Jak er heldur búinn að koma sér í vandræði á herbergi sínu á Hótel Borg og fær aðstoðarmann sinn til að hjálpa sér að sópa málinu undir teppið, en það mistekst hrapallega og úr verður misskilningur á misskilning ofan, ekki bætir starfsfólk hótelsins, sem er eiginlega of hjálplegt úr skák.

Hvort að þetta sé raunsönn lýsing á venjulegum vinnudegi ráðherra veit ég ekki, en kannski einhver ráðherra hafi lent í þessu!

sýningar eru áætlaðar

24  og 26 september

1 og 2 október

7  og 10 október

Sýnt er í Leikhúsinu Austurmörk 23 og hefjast allar sýningar kl.19.30 ATH breyttan sýningartíma.  Miðapantanir eru í síma 8968522 milli kl 14 og 20.00 alla daga . Miðaverði er stillt í hóf.

 

 

Nýjar fréttir