11.7 C
Selfoss

ADHD samtökin stofna útibú á Suðurlandi

Vinsælast

Nýlega var haldinn stofnfundur ADHD Suðurland í barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar á Stokkseyri. Markmiðið með því að stofna útibú á Suðurlandi var að færa allt það góða starf, þekkingu og fræðslu sé  ADHD samtökin standa fyrir nær okkur Sunnlendingum. Við vonumst til að geta boðið upp á fundi á nokkrum stöðum á Suðurlandi, þar með talið Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfossi, Þorlákshöfn og Hveragerði.

Á stofnfundinum fengu gestir stuttan fyrirlestur um nám og ADHD frá Jónu Kristínu Gunnarsdóttur, kennara og varaformans ADHD samtakanna fyrirlesturinn ber það skemmtilega nafn „Hvernig á að læra heima án þess að gubba“ og er það nokkuð lýsandi yfir reynslu foreldra og barna með ADHD af heimanámi.

Bjartur Ingason fræddi okkur líka um sína reynslu um af því að fara í gegnum skólakerfið með ADHD. Bjartur er 22 ára starfsmaður á leikskóla og námsmaður og hefur áhrifaríka sögu af því hversu mikilvægt er að hafa stuðning að heiman fyrir ADHD einstaklinga í námi. Dagskrá vetrarins var kynnt en áætlað er að halda að lámarki 4 fundi á Suðurlandi í vetur og að fundirnir verði haldnir til skiptis í þéttbýliskjörnum svæðisins.

Næsti fundur ADHD Suðurlands er áætlaður í Október og verður haldinn á Selfossi en þar verður Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur með umsjón með fundinum og efni verður Samskipti foreldra og barna – réttast væri að flengja ræfilinn. Frekar tímasetningu verður að finna á Facebook síðu ADHD Suðurlands.

 

Nýjar fréttir