8.9 C
Selfoss

Munum eftir endurskinsmerkjum og ljósum

Vinsælast

Farið er að skyggja á kvöldin og lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur að huga að öryggisbúnaði sínum. Gangandi og hjólandi vegfarendur hugi að endurskinsmerkjum og ljósabúnaði. Þá sé um að gera að huga að notkun á viðeigandi öryggisbúnaði þegar farið er um á rafskútum og hafa ljósin kveikt.

Sólin lækkar á lofti

Þegar hausta fer lækkar sólin á lofti og getur blindað ökumenn. Það ætti því að haga akstri í samræmi við það. Þá er gott að nýta tímann nú og yfirfara ljósabúnað bifreiða og sjá til þess að hann sé í lagi. Vert er að hafa í huga að nú styttist í að skólar fari að hefja starfsemi sína og því fylgir að ungir vegfarendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni fara á stjá. Sérstaka varúð ætti að hafa í kringum og við grunnskóla þar sem von er á börnum á leið til skóla.

Nýjar fréttir