9.5 C
Selfoss

Líflegar umræður um ryk í Hveragerði

Vinsælast

Íbúi í Hveragerði kvartaði undan miklu ryki sem stæði af óbyggðu svæði við Austurmörkina í Hveragerði á íbúasíðu sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir fylgist vel með og brást snarlega við og vonaðist eftir því að framkvæmdir hæfust sem fyrst við svæðið. Hún benti jafnframt á að afþurrkun yrði líklega nauðsynleg og nokkur á framkvæmdatímanum en minni að honum loknum. Annar íbúi, áttatíu og fimm ára sagðist þakklát fyrir hvern þann dag að geta þrifið og þvegið sjálf, því þá væri að minnsta kosti ekki heilsan að hrella. Málshefjandi ætti í raun að þakka fyrir rykið.

Lúsmýið pirrandi og Aldís beðin um lausn

Þau eru margvísleg málin sem þarf að leysa í bæjum og borgum svona yfirleitt. Öðrum íbúa bæjarins, sem er sama um rykið, spurði hvort hún nennti að slökkva á lúsmýinu því það væri pirrandi. Ekki hafa komið fram neinar upplýsingar um það hvort Aldísi takist að slökkva á mýinu en blaðið lofar að fylgja málinu eftir.

Nýjar fréttir