-2.1 C
Selfoss

Kjötbúrið opnað við góðar undirtektir

Vinsælast

Fannar Geir og Alma Svanhild hafa opnað glæsilega verslun sem heitir Kjötbúrið við Austurveg 65 á Selfossi. „Þetta er kjöt- og sælkeraverslun. Svo verðum við með veisluþjónustu að auki og tökum að okkur allar tegundir af veislum,“ segja Fannar og Alma. Í versluninni er glæsilegt úrval bæði af kjötmeti og meðlæti. Þá er hægt að fá sósur með grillinu í úrvali. „Þú getur komið hér til okkar og keypt þér bæði marinerað eða ómarinerað kjöt t.d. lamb, naut eða grís. Þá er hægt að kaupa hjá okkur heimagerðar súpur, sósur og meðlæti,“ segir Fannar. Alma tekur undir og nefnir að sem dæmi megi fá fyllta sveppi og fleira góðgæti til að hafa með matnum.

Árstíðabundið úrval hverju sinni

Eins og kjötborðið er hlaðið nú er ljóst að sunnlenskir grillmeistarar finni eitthvað við sitt hæfi. En Fannar og Alma segjast munu verða með árstíðabundið úrval. „Á sumrin stílum við meira inn á grillmarkaðinn. Á veturna munum við vera með t.d. lasagna, kjötbollur og ýmsa aðra spennandi rétti,“ segir Alma. Aðspurð um úrvalið segir Fannar: „Það verður hægt að kaupa allt frá hamborgurum upp í fínar sashi steikur. Þá verða á boðstólum ýmsir réttir sem einfalt verður að grípa með og elda í miðri viku.“

Kíkið hér:  kjotburid.is

IG: @kjotburid

 

Nýjar fréttir