7.3 C
Selfoss

Stuðlabandið, Bríet, GDRN og fleiri stjörnur á Unglingalandsmótinu

Vinsælast

Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Stuðlabandið, hefur í nægu að snúast um verslunarmannahelgina. Hljómsveitin er frá Selfossi og spilar á Unglingalandsmótinu á Selfossi um verslunarmannahelgina. Magnús var líka nýverið ráðinn til að stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni í Eyjum á sunnudagskvöldinu.

Þetta er heitasta sveitaballahljómsveit landsins síðan langferðabílarnir þeyttust með Skítamórala, Síðan skein sólir og Sóldaggir fortíðar um allar þúfur og móa á milli félagsheimila um síðustu áramót.

Stuðlabandið er þekkt fyrir frábæra spilagleði, líflega sviðsframkomu og einstaklinga gott lagaval fyrir alla aldurshópa.

Stjörnurnar spila á Selfossi

Stuðlabandið er ein fjölmargra hljómsveita og tónlistarfólks sem mun hita upp á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Á meðal annars tónlistarfólks og hljómsveita eru Bríet og GDRN, sem hafa tekið heiminn með trompi síðan þær komu fram á Unglingalandsmótinu á Höfn um verslunarmannahelgina 2019, Frikki Dór kemur líka fram, hljómsveitirnar Sprite Zero Klan, Moskvits og Koppafeiti ásamt mörgum öðrum góðum.

Nú er um að gera og skoða dagskránna, allar greinarnar sem eru í boði og skrá sig.

Aðeins kostar 7.900 krónur að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þátttakendur geta skráð sig í eins margar greinar og þeir vilja. Innifalið í verðinu er aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna en greiða þarf fyrir rafmagn.

Hellingur af íþróttagreinum verða í boði alla verslunarmannahelgina og tónleikar á kvöldin.

Nú er bara að skoða meira og skrá sig.

Skoða meiri upplýsingar um mótið

Sjá hvaða keppnisgreinar eru í boði

Skrá sig á Unglingalandsmótið

Nýjar fréttir