11.1 C
Selfoss

Jónsmessan á Eyrarbakka fór vel fram í afbragðsveðri

Vinsælast

Einn af stærri viðburðum á Eyrarbakka á hverju sumri, að því seinasta undanskildu, er Jónsmessuhátíðin. Bæjarbragurinn tekur kipp, íbúar skreyta bæinn og ýmsa viðburði má sækja heim. Leikar hófust snemma morguns í blíðskaparveðri með jógastund. Eggert Valur bauð frían ís fyrir börnin í versluninni Bakkanum. Lýður Pálsson opnaði dyr að söfnum í bæjarfélaginu og bauð fólki að skoða sýningarnar ókeypis. Krakkarnir sátu svo stillt og prúð undir sýningunni Ævintýrið sem leikhópurinn Vinir settu á stokk undir berum himni. Kaffisala, leiktæki, slökkviliðsbílar, sætisferðir á hestvagni, kjötsúpa, þrautabrautir, brennó og fleira og fleira.

Brenna og árvist ball

Klukkan 20 var brennan tendruð og hefðbundin brennudagskrá fór fram. Setning var í höndum Charlotte Sigrid á Kósini. Þá flutti Guðmundur Ármann hátíðarræðu. Elín Karlsdóttir, nemandi í BES og sigurvegari í söngkeppni Samzel söng lagið Galaxy. Brennustjóranum Brynjari Erni var svo hleypt af stað með rokeldspýturnar sem honum höfðu áskotnast fyrr um daginn eftir mikla leit og kveikti upp í brennunni af myndarskap. Þegar brennan var af stað komin leiddi Gunnar Geir sönginn og viðstaddir tóku undir. Þegar fór að sjást í botn á pelanum dreif fólkið sig í kjallarann á Rauða húsinu, en gleðskapurinn stóð fram eftir kvöldi fyrir þá sem ekki fóru snemma í háttinn eftir langan dag.

Nýjar fréttir