10 C
Selfoss
Home Fréttir Opinn bólusetningadagur 29. júní í FSu

Opinn bólusetningadagur 29. júní í FSu

0
Opinn bólusetningadagur 29. júní í FSu
Nú er um að gera að nýta sér tækifærið og fá bólusetningu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður með opinn bólusetningardag þann 29. júní nk. milli kl. 13 og 15 í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í tilkynningu segir að allir 18 ára og eldri séu velkomnir að mæta. Þá eru þeir sem hafa fengið Covid-19 einnig hvattir til að mæta. Bólusett verður með Jannessen bóluefni þennan dag. En sérstaklega er tekið fram að bóluefni Jannessen sé eingöngu ætlað þeim sem eru orðnir 18 ára eða eldri.