-6.1 C
Selfoss

Fjórar sýningar spennandi sýningar í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Það var mikið um að vera í Listasafni Árnesinga þegar að fjórar sýningar opnuðu á sama tíma.  Þetta voru sýningarnar Róska – Áhrif og andagift, Iðustreymi, Yfirtaka og pop-up sýningin Hvítur.

Sýningarnar voru hugarefni Kristínar Scheving safnstjóra sem fyrir rúmu ári síðan byrjaði að skipuleggja sýningarnar og var útgangspunkturinn listakonan Róska. Hún fékk fljótlega með sér listfræðinginn Ástríði Magnúsdóttur til að vinna með sér þar sem Ástríður hafði rannsakað líf og list Rósku. Fyrir ári síðan (á milli covid-stoppa) voru skipulagðar vinnustofuheimsóknir og sýningarnar mótuðust smám saman og eru nú opnar út sumarið.  Anna Kolfinna kom og hitti Kristínu og sá hún þá að Yfirtakan hennar myndi smellpassa í heildarmyndina og urðu þá til þessar 3 sýningar undir einum hatti þar sem kvenorkan ræður ríkjum.

„Svo er einnig áhugavert að sjá 40 ára afmælissýningu Leirlistafélags Íslands þar sem einnig mynduðust óvæntir þræðir.  Safnið er opið alla daga frá 12-17 og við hvetjum Sunnlendinga að kíkja við hjá okkur,“ segir Kristín Scheving safnsstjóri LÁ.

Nýjar fréttir