5.6 C
Selfoss

Hlunkahlaupið til minningar um Mikael Rúnar Jónsson

Vinsælast

Miðvikudaginn 16. júní kl. 17 verður haldið stórskemmtilegt fjölskylduhlaup í Hveragerði til minningar um Mikael Rúnar Jónsson sem lést af slysförum 1. apríl 2017, aðeins 11 ára gamall. Í ár er hlaupið nefnt hinu skemmtilega nafni Hlunkahlaupið, en Kjörís býður öllum þátttakendum upp á gómsætan og svalandi hlunk eftir hlaup.

Hlaupaleiðin er Hamarshringurinn í Hveragerði sem er falleg og skemmtileg 5 km. leið.

Rásmark og endastöð verða í Lystigarðinum við Fossflöt.

Ekki verður tímataka í hlaupinu enda er skemmtanagildið aðal takmarkið.

Þátttökugjald er 2000 kr.
16 ára og yngri greiða 500 kr.
Einnig er tekið við frjálsum framlögum.

Til að undirstrika skemmtanagildi hlaupsins verða ekki veitt verðlaun fyrir bestu tímana, en þess í stað verða nokkrir heppnir þátttakendur dregnir úr þar til gerðum potti og leystir út með glæsilegum vinningum.

Allt þátttökugjald rennur óskipt í minningarsjóð Mikaels Rúnars en tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, styrkja skóla og íþróttastarf barna auk annarra góðra verka.

Skráning er hér: https://www.minninginlifir.is/frettir

Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega í lystigarðinn þar sem upphitun hefst kl. 16.45. Léttar þrautir og sprell verða síðan á 500 metra fresta á hlaupaleiðinni, fyrir þá sem vilja kasta mæðinni og eru ekki í kapphlaupi við tímann.

Veðurspáin er með okkur í liði og ekki ólíklegt að sólin vermi þátttakendur þegar þeir gæða sér á ísköldum hlunk að hlaupi loknu.

Sjáumst í Hveragerði á miðvikudaginn.

Nýjar fréttir