0.6 C
Selfoss

Mældist á tæplega 170 á Suðurlandsvegi

Vinsælast

Í dagbókum lögreglu er því miður að finna fjölda ökumanna sem aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar sinnar í umdæminu í liðinni viku. Fjörutíu aðrir voru kærðir fyrir að aka of hratt, af þeim eru 10 sem aka hraðar en á 130 km/klst.

Einn þeirra mældist á 169 km/klst hraða á Suðurlandsvegi til móts við Bolöldu vestan Hellisheiðar þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Hann situr uppi með þriggja mánaða sviptingu og sekt upp á 250 þúsund krónur. Til fróðleiks þá fer bifreið sem ekið er með 130 km/klst hraða rúmlega 36 metra á sekúndu og  bifreið sem ekið er með 169 km/klst hraða fer tæplega 47 metra á sekúndu. Ljóst er að ekki má margt útaf bregða til að slíkur akstur endi ekki með ósköpum.

Nýjar fréttir