7.8 C
Selfoss

Hátíðin Öskuminning haldin í minningu Grímsvatnagossins

Vinsælast

Eitt aðalatriðið á dagskránni er tónverk eftir Zbigniew Zochowicz fyrir fiðlu, selló og píanó, sérstaklega samið af þessu tilefni og á meðan tríóið spilar  verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps sem teknar voru öskudagana 2011.

Zbigniew er tónskáld og skólastjóri Tónlistarskóla Skaftárhrepps. Áður en hann hafði hugsað um að flytja til Íslands samdi hann kantötu sem hét Drottinn er minn hirðir og fjallar um kindur og lömb en á Klaustri eru kindur og lömb hlaupandi fyrir utan hús þeirra hjóna. Brian Haroldsson var skólastjóri Tónlistarskóla Skaftárhrepps þegar gaus 2011. Brian minnist þess hve ógnvekjandi þögnin var og dimmt allan sólarhringinn. Teresa er tónlistarkennari á Klaustri en  þau hjónin áttu heima á Vopnafirði 2011 og fundu því ekki mikið fyrir öskunni.

Þremenningarnir kunna ýmislegt og spila á þrettán hljóðfæri og tala sjö tungumál. Þau eru  sammála um að það versta við Ísland er að þar er myrkur, kuldi og stormar yfir veturinn. Á sumrin kemur birtan í veg fyrir að hægt sé að sofa og svo er stelkurinn á Klaustri ráðinn til að halda fólki vakandi allt sumarið með eilífðartísti segir Brian sem flúði til Víkur í Mýrdal.

En hvað er best við að vera á Íslandi? Náttúran og landslagið er mjög fjölbreytt og heillandi. Það eru margir kostir við að búa í friðsælu, fallegu og “litlu” landi sem er ekki troðfullt af fólki. Við verðum líka að hrósa Íslendingum fyrir að gefast aldrei upp í þeirra stanslausa stríði við náttúruöflin.

Skaftfellingar eru lukkulegir með að slíkt hæfileikafólk hafi rekið á fjörurnar og spennandi að sjá og heyra verkið sem þau munu flytja á hátíðinni um næstu helgi.

Nýjar fréttir