-2.8 C
Selfoss

Árborg fær styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla

Vinsælast

Á fundi fræðslunefndar miðvikudaginn 19. maí sl. var kynning á styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla að upphæð ríflega 1.2 milljónir sem Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar fær á næsta skólaári í nokkur starfsþróunarverkefni innan grunnskóla sveitarfélagsins. Í samtali við Þorstein Hjartarson, sviðsstjóra Fjölskyldusviðs kom fram  að hugmyndir að starfsþróunarverkefnunum hafi komið frá kennurum og skólastjórnendum grunnskólanna í Árborg.

Fjölbreytt verkefni sem styrkja gott starf

„Verkefnin eru fjögur og taka á ýmsum þáttum innan skólasamfélagsins. Þarna má finna verkefni sem ber titilinn Eitt sveitarfélag – eitt lærdómssamfélag. Innan þess er lögð áhersla á að efla kennara í sveitarfélaginu til samvinnu. Þá fá nemendur og kennarar tækifæri til þess að sjá leiðir og verkefni jafnaldra úr öðrum skólum. Þetta er hugsað til þess að tengja saman alla grunnskóla sveitarfélagsins.

Þá hlaut verkefnið Skapandi skólastarf einnig styrk, en list- og verkgreinakennarar og aðrir áhugasamir, koma að samþættingu námsgreina. Styðja við námshvöt nemenda og efla frjóa hugsun í skólastarfinu. Það þriðja er tengt upplýsingatækni í grunnskólum Árborgar. Verkefnið er í formi námskeiðs sem ætlað er að efla upplýsingatækni og kennsluhætti tengda henni í skólunum. Þá verður lagt upp úr því að efla og virkja samstarf milli skólanna í þessum málum. Fjórða og síðasta verkefnið er svo kallað Frímínútur í vináttu og gleði. Þar er um framhaldsverkefni að ræða sem unnið hefur verið að áður. Þarna er lögð áhersla á að efla góðan anda, vináttu og samskipti milli nemenda í frímínútum,“ segir Þorsteinn.

 

Nýjar fréttir