1.1 C
Selfoss

Tæknin skapar tækifæri til fræðslu í miðjum faraldri 

Vinsælast

Katla jarðvangur vinnur með Vinnumálastofnun að námskeiði um jarðvanginn. Katla jarðvangur hélt ítarlegt námskeið nýverið fyrir fjölda aðila á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnun Suðurlands, en stór hluti af þeim sem störfuðu við ferðaþjónustu misstu vinnu þegar faraldurinn tók yfir.  Námskeiðið stóð yfir í fjórar vikur, kennt var tvisvar í 2-3 klukkutíma í gegnum fjarfundaforritið Zoom en einnig fengu þátttakendur afrit af kynningarefni og frekari lesefni til að fræðast um jarðvanginn og helstu viðfangsefni hans. Fjölmargir sérfræðingar tengdust námskeiðinu en áhersla var lögð á að fræða nemendur um jarðvanginn og fjölbreytt svæði hans, þ.á.m. jarðfræði, lífríki og sögu, ásamt því að skýra betur frá stjórnun, verndun og ábyrgri umgengni innan svæðisins.  Nemendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og má segja að eftir að hafa setið námskeiðið séu þeir nú orðnir hæfari til að vinna við komandi ferðamannatíð. Vegna hversu vel tókst til undirbýr jarðvangurinn nú að endurtaka námskeiðið fyrir stærri hóp ferðaþjónustuaðila á svæðinu en nánar verður auglýst um það á heimasíðu jarðvangsins.

Nýjar fréttir