5.6 C
Selfoss

Sindratorfæran í beinni frá Hellu

Vinsælast

Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega 50 ára sögu torfærunnar að hún er einungis sýnd í beinni útsendingu, laugardaginn 8. maí nk.. Skjáskot er fyrirtækið sem ætlar að koma þessu heim í stofu. Myndavélar í bílum, drónar á flugi lýsendur og allt tilheyrandi til þess að gera upplifunina sem allra næst því að vera á staðnum. 21 keppandi er skráður til leiks í tveimur flokkum, þónokkuð er um nýliða og ný smíðaða bíla sem koma sterkir til leiks. Einnig nokkrir gamlir íslandsmeistarar að mæta eftir þónokkuð hlé þannig búast má við harðri baráttu. Sandbrekkurnar, áin og mýrin verða á sýnum stað  Hægt er að kaupa miða á útsendinguna á www.motorsport.is einn heppinn miðakaupandi verður dreginn út og nælir sér í 322 hluta Toptul verkfæraskáp frá Sindra. Útsending hefst uppúr kl 09:00 og keppnin kl  11:00. Það eru Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd umf. Heklu sem standa að keppninni líkt og undanfarin ár.

Nýjar fréttir