-0.5 C
Selfoss

Issi Fish & chips í allt sumar hjá BYKO

Vinsælast

Ef það er eitthvað sem Selfyssingar elska eru það veitingastaðir. Sem flestir og fjölbreyttastir. Matarvagninn Issi Fish & Chips  mun opna við Byko á Selfossi þann 1. maí nk. „Ég hef alltaf horft á Selfoss sem áhugaverðan stað. Það eru fjölmargir sunnlendingar sem koma til mín í Njarðvíkina til að fá að borða hjá mér og ég hef lengi viljað koma austur með vagn. Það fór svo í gang í vetur að ræða við viðeigandi aðila, þar á meðal Gunnar Bjarka hjá Byko sem tók vel í hugmyndina og við bara negldum þetta,“ segir Jóhann Issi Hallgrímsson, í samtali við Dagskrána. Hvað er á boðstólum hjá ykkur? „Við erum með djúpsteiktar gellur og djúpsteiktan fisk og franskar,“ segir Issi. Ég þykist vita að það sé eitt til viðbótar á matseðlinum og spyr Issa hvernig það væri með kleinurnar sem hann hefur steikt í löngum bunum ofan í ferðalanga á leið á gosstöðvarnar. „Já, ég gerði það svona til að nýta pottana. Vagninn sem er við gosstöðvarnar núna er einmitt sá sem kemur á Selfoss. Það er allavega hugmyndin að bjóða upp á það ef vilji er fyrir því að fá nýsteiktar kleinur. Við erum allavega full af spenning og hlakkar til að koma og hitta alla sunnlendingana og bjóða þeim góðan fisk frá Þorbirni í Grindavík,“ segir Issi að lokum.

Random Image

Nýjar fréttir