1.7 C
Selfoss

25 milljóna króna styrkur til stafræns Suðurlands

Vinsælast

Kosið verður um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps 25. septemer 2021. Verkefnisheitið er Sveitarfélagið Suðurland.

Verkefnið Stafrænt Suðurland er undirverkefni þess og er markmiðið að undirbúa sveitarfélögin undir stafræna þjónustu og stjórnsýslu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur veitt 25 mkr. framlag til að hefja verkefnið og vinna að fyrsta áfanga.

Markmið Stafræns Suðurlands er að móta einskonar stafrænt ráðhús og þjónustuver fyrir sveitarfélögin og ná þannig fram hagræðingu í rekstri, auknu öryggi í vinnslu gagna og meiri sérhæfingu í störfum. Stafrænt ráðhús auðveldar stafræn samskipti við almenning og eykur möguleika á sjálfsafgreiðslu. Í stafrænu ráðhúsi verður miðlæg hýsing allra gagna sveitarfélaganna, miðlægt símkerfi og þjónustuver. Á þann hátt verður ein gátt fyrir íbúa svæðisins til að sækja um þjónustu og eiga samskipti við sveitarfélagið.  Allar umsóknir, málsmeðferð og svör við umsóknum verði stafræn. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði starfandi  skjalastjóri og persónuverndarfulltrúi fyrir allt svæðið og mótaður verði samræmdur skjalalykill.

Umsóknir, svo sem um félagslega þjónustu og á sviði skipulags- og byggingarmála, munu fara um stafræna ráðhúsið og verði afgreiddar af sérfræðingum sveitarfélaganna. Myndað verði teymi sérfræðinga í upplýsingatækni, skjalavörslu og stafrænum lausnum sem vinnur fyrir allt svæðið. Á grunni stafræns ráðhús verður hægt að þróa önnur verkefni svo sem:

Í fyrsta áfanga verkefnisins verður verkefnið mótað og innviðir sveitarfélaganna greindir og metnir, þ.e. stafræn staða, tækni, verklag og mannafli.  Á grundvelli þeirrar greiningar verða mótaðar tillögur og útfærslur fyrir Stafrænt Suðurland.

Á næstu misserum verður auglýst eftir verkefnisstjóra til eins árs sem verði stafrænn leiðtogi sveitarfélaganna hefji vinnu við fyrsta áfanga.

 

Nýjar fréttir