5.6 C
Selfoss

Rahim opnar Kurdo Kebab á Eyraveginum í dag

Vinsælast

Ef það er eitthvað sem fær Selfyssinga til þess að sperra eyrun þá er það opnun á nýjum veitingastöðum í bænum. Rahim Rostami hefur opnað staðinn Kurdo Kebab á Eyraveginum á Selfossi. Rahim er íranskur Kúrdi sem kom til Íslands 2018. „Ég kom hingað sem flóttamaður árið 2018. Þegar ég kom hafði ég strax í huga einhverskonar rekstur. Ég hef áður meðal annars komið að rekstri veitingastaða í Írak þar sem ég var með matarvagn.“ Rahim hefur áhuga á að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki en hann er nú þegar með stað á Akureyri og Ísafirði. Samkvæmt heimildum blaðsins njóta þeir vinsælda. Hvað bjóðið þið uppá? „Það er ýmislegt. Fyrst og síðast Kebab. Svo eru pizzur, hamborgarar og vefjur. Við hlökkum síðan til að fá sunnlendinga til okkar að smakka hjá okkur veitingarnar,“ segir Rahim áður en hann hverfur aftur til starfa, en innan skamms opna þeir dyrnar fyrir fyrstu viðskiptavinunum.

Nýjar fréttir