2.8 C
Selfoss

Viðbrögð við áföllum í Árnessýslu

Vinsælast

Í Árnessýslu er starfandi samráðshópur um viðbrögð við áföllum.  Í honum eru fulltrúar frá félagsþjónustu sveitarfélaganna, lögreglunni, heilsugæslunni, kirkjunni og Rauða krossinum.  Hópurinn heldur reglulega samráðsfundi til að miðla upplýsinum og meta hvaða aðgerða gæti þurft að grípa til vegna aðstæðna eða stórra áfalla í samfélaginu.  Eitt af hlutverkum hópsins í Covid hefur m.a. verið að koma á framfæri hvar og hvernig fólk getur leitað eftir aðstoð hjá þeim stofnunum sem eiga fulltrúa í hópnum.

Nú í kjölfar þeirra jarðhræringa sem eiga sé stað á Reykjanesinu þykir okkur rétt að vekja athygli á eftirfarandi: 

Þegar náttúruhamfarir eiga sér stað eða þegar fjallað er um mögulegar náttúruhamfarir í fjölmiðlum er líklegt að það geti kallað fram minningar eða endurupplifun fólks af fyrri náttúruhamförum sem það hefur sjálft upplifað eða lent í.  Þetta getur eðlilega kallað fram kvíða og ótta hjá þeim sem upplifað hafa slík áföll.  Mikilvægt er að vera vakandi fyrir þeim tilfinnum sem upp kunna að koma við umfjöllunina eða við það að finna jarðskjálfta.  Það getur komið á óvart að þessar tilfinningar vakni þó jafnvel séu liðin ár eða áratugir frá fyrri reynslu.  Slíkt er mjög eðlilegt og þegar fólk upplifir þetta eða finnur fyrir tilfinningum sem vekja ótta eða kvíða við þessar aðstæður er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Ræða við aðra sem hafa sömu reynslu.  Það hjálpar við áföll sem verða við náttúruhamfarir að upplifunin er sameiginleg fleirum og fleiri geta sameinast í reynslu sinni og deilt henni.  Það er léttir að tala um það við aðra hvað viðkomandi er að upplifa og finna samhljóm og stuðning í reynslu annarra.

Láta nánustu fjölskyldu vita af þeim kvíða og ótta sem gerir vart við sig.  Oft léttir það strax á kvíða að láta vita af honum, fá sína nærfjölskyldu og vini til að hafa oftar samband þó ekki sé nema með stuttu innliti eða símtali.

Hafa samband við fagaðila.  Hjá stofnunum þeim sem eiga fulltrúa í þeim samráðshóp sem þetta ritar eru fagaðilar sem getur verið gott að panta tíma hjá eða ná símtali við til að létta á og ræða þann kvíða eða ótta sem vaknað hefur.

Hlúa vel að okkur.  Ef tilfinningar ótta og kvíða vera fyrirferðameiri en áður í þessum aðstæðum þarf janvel að hugsa enn betur um það að ná að sofa, fara út og hreyfa sig ef hægt er og forðast mat og drykki sem hafa örvandi áhrif eins og áfengi.

Eiga samtal við börnin.  Það er misjafnt hversu mikið börn upplifa ótta við þessar aðstæður, það er jafn eðlilegt fyrir þau að hugsa ekkert um þetta, verða spennt fyrir þessu eða finna mikinn ótta eða kvíða.  Þessi ótti eða kvíði getur helst komið upp ef einhverjir nákomnir eru að fara eitthvað í burtu eða eru ekki á staðnum eða þegar þau eru að fara að sofa.  Þá er mikilvægt að ræða þessar tilfinngar við þau, segja að þær séu eðlilegar.  Tryggja það svo að þau finna öryggi og láta vita að það sé ekkert að óttast og þau þurfi ekki að vera hrædd.  Sömuleiðis þarf að tryggja það að þau hafi réttar upplýsingar um það sem er að gerast.  Þau geta verið að fá rangar upplýsingar í gegnum samfélagsmiðla eða annars staðar.

Hér eru símanúmer hjá þeim stofnunum sem eiga fulltrúa í hópnum:

Fjölskyldusvið Árborgar:  Þjónustuborð tekur við beiðni um samtal við ráðgjafa í síma 480 1900


Velferðarþjónusta Árnesþings: 
Tekið er við óskum um samtal við ráðgjafa í eftirfarandi númerum:
Hveragerði: 483 4000
Uppsveitir og Flói: 480 1180
Ölfus:  480 3800

Heilsugæslan: 432 2000

Kirkjan: samtal við presta sem sinna sálgæslu
Guðbjörg Arnardóttir 865 4444, Gunnar Jóhannesson 892 9115, Arnaldur Bárðarson 766 8344 í Árborgarprestakalli, Axel Árnason Njarðvík hérðasprestur 898 2935, Ninna Sif Svavarsdóttir  Hveragerðisprestakall 849 1321, Sigríður Munda Jónsdóttir Þorlákshafnarprestakall 894 1507
Óskar H. Óskarsson Hrunaprestakall 856 1572, Egill Hallgrímsson Skálholtsprestakall 894 6009.

Rauði krossinn: 1717 (opið allan sólarhringinn)
Upplýsingar um þjónustu Rauða krossins í Árnessýslu: 892 1743
Heimsóknavinur, símavinur eða gönguvinur Rauða krossins: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/

Lögreglan: 112

Tilkynningar til barnaverndar: 112 

Random Image

Nýjar fréttir