5 C
Selfoss

Nýr fjölmenningarvefur hjá Árborg

Vinsælast

Vefurinn Fjölmenning í Árborg er hugsuð fyrir íbúa með fjölbreyttan bakgrunn og þá sem starfa með innflytjendum, vilja fræðast um fjölmenningu eða þekkja fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Nýjustu lykiltölur sýna að í Sveitarfélaginu Árborg búa yfir 830 einstaklingar með erlent ríkisfang og í leik- og grunnskólum Árborgar eru samtals 270 börn með fjölmenningarlegan bakgrunn.

Fjölmenningarvefurinn skiptist í fimm málaflokka:

Íbúar í Árborg, Samfélag, Atvinna, Menntun og Heilsa, þar er hægt að finna upplýsingar um ýmsar stofnanir, þjónustu og réttindi sem og hlekki á vefsíður með ítarlegri upplýsingum. Við efnisval fyrir fjölmenningarvefinn var lögð áhersla á að innihald hans sé gagnlegt og fræðandi fyrir alla aldurshópa. Þar birtast helstu fréttir er varða innflytjendur sem og upplýsingar um áhugaverða viðburði, einkum á vegum einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn. Fjölmenningarvefurinn er aðgengilegur á þremur tungumálum: íslensku, ensku og pólsku en við ákvörðun um val á tungumálum var tekið mið af algengustu tungumálum sem töluð eru af íbúum í sveitarfélaginu.

Að verkefninu stóðu Aneta Figlarska, kennsluráðgjafi í fjölmenningu og Anna Katarzyna (Ania) Woźniczka, verkefnastjóri í málefnum flóttamanna auk Hólmfríðar Hákonardóttur, starfsmanns á UT-deild. Vonandi nýtist vefurinn Fjölmenning í Árborg sem flestum og fólk er hvatt til að heimsækja fjolmenning.arborg.is og deila síðunni með öðrum.

 

Nýjar fréttir