7.9 C
Selfoss

Reynir og Brynja fyrstu íbúar Kambalandsins

Vinsælast

Reynir Þór Garðarsson og Brynja Sif Sigurjónsdóttir eru fyrstu íbúarnir í nýju hverfi í Hveragerðisbæ,  Kambalandinu. Forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri heimsóttu þau á flutningsdaginn og færðu þeim blóm sem vonandi munu dafna vel rétt eins og þau og aðrir íbúar Kambalands sem flytja munu inn í íbúðir sínar eina af annarri á næstu dögum og vikum.

Fleiri byggingarlóðir í pípunum

Í fyrsta áfanga Kambalands er gert ráð fyrir 35 einbýlishúsum, 59 íbúðum í raðhúsum og 60 íbúðum í fjölbýlishúsum.  Stórum meirihluta lóða fyrir þessar íbúðir hefur þegar verið úthlutað en í sumar mun þó verða úthlutað lóðum fyrir 19 einbýlishús og snemma árs 2022 verður úthlutað lóðum fyrir stórt raðhús og fleiri fjölbýlishús.

Mikill áhugi á lóðum

„Áhugi bæði einstaklinga og fyrirtækja á þessum reit er mjög mikill og það er ánægjulegt að sjá hversu vel og hratt uppbygging í Kambalandi gengur.  Rétt er að geta þess að Kambaland er 30,4 ha að stærð og þessi fyrsti áfangi er einungis fyrsta skrefið að stórfelldri uppbyggingu á þessum einstaka útsýnisreit á Suðurlandi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.

Nýjar fréttir