11.7 C
Selfoss

Nýr prentsmiðjustjóri Prentmets Odda á Selfossi

Vinsælast

Um áramótin lét Örn Grétarsson, fyrrverandi prentsmiðjustjóri Prentmets Odda á Selfossi, af störfum eftir langan og farsælan feril.

Við starfinu tók Björgvin Rúnar Valentínusson. Björgvin er prentsmíðameistari að mennt og hefur starfað hjá Prentmeti Odda frá árinu 2011, fyrst í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík en frá árinu 2016 í útibúinu á Selfossi. Björgvin hefur sinnt ýmsum störfum innan veggja fyrirtækisins; allt frá uppsetningu, prentun og frágangi verkefna yfir í ráðleggingar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins frá hugmynd að fullunnu verki.

„Starfsfólkið í útibúinu á Selfossi hefur ávallt lagt sig fram um að veita viðskiptavinum okkar á Suðurlandi, góða, snögga og vandaða þjónustu og mun gera það áfram. Við förum bjartsýn inn í nýtt ár og erum tilbúin að takast á við verkefnin sem framundan eru,“ segir Björgvin.

Það eru ýmsir möguleikar sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða í prentverki og vöruúrvali. „Við búum að því að hafa yfirgripsmikla þekkingu í greininni og aðgang að öflugum tækjabúnaði. Við erum vön að vinna að ýmsum verkefnum og hvetjum viðskiptavini, nýja sem gamla, að setja sig í samband við okkur og sjá hvort við getum ekki aðstoðað við að gera góða hugmynd að veruleika,“ segir Björgvin að lokum.

Nýjar fréttir