7.8 C
Selfoss

Ráðist í 4 milljarða framkvæmd við stækkun Þorlákshafnar

Vinsælast

Frá upphafi hefur þróun hafnarinnar verið drifkraftur þróunar okkar góða samfélags.  Vöxtur hafnarinnar hefur verið vindurinn í seglinn fyrir íbúa og fyrirtæki.  Eftir því sem höfnin hefur orðið betri þá hafa fyrritækin styrkst, íbúum fjölgað og velmegun aukist. Það eru því bjartir tímar framundan því í gær tók ríkið ákvörðun um að ráðast í gríðalegar framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn.  Að þeim loknum munu 180 metra löng skip og 30 metra breið geta nýtt höfnina.  Búast má við að þá strax muni þriðja vöruflutningaferjan bætast við og allar líkur fyrir því að sú ferja flytji einnig farþega og einkabíla.  Það eru því spennandi tímar í vændum.

Þorlákshöfn er lykilhöfn

Það er ekki langt síðan að hið geysiöfluga fyrirtæki Smyril line valdi að hefja fastar áætlunarsiglingar til Evrópu frá Þorlákshöfn.  Þor og þrek Smyril line bar árangur og í dag er Þorlákshöfn ein af lykilhöfnum í Evrópusiglingum.  Öllum er ljóst hversu mikil tækifæri hafa fylgt þessari ákvörðun Smyril line.

Uppbyggingavefur

Stjórnendur sveitarfélagsins hafa í gegnum tíðina haft ríkan skilning á mikilvægi hafnarinnar.  Þannig hefur verið ofinn og spunnin sá uppbygginarvefur sem gerir það  að verkum að í dag er höfnin ein af lykilhöfnum landsins.  Allt frá því að árabátar voru fyrst dregnir í vör yfir til þess tíma sem við í dag þekkjum hefur viljinn verið einbeittur. Við undirrituð erum stolt af því að fá að fylgja í fótspor þessa fólks og taka næsta stóra skref.

Frekari sókn framundan

Á seinustu árum hafa margar hugmyndir verið uppi um þróun hafnarinnar, skilningur á þörf fyrir skipulag lóða á hafnarsvæðinu, meðvitund um að fjárfesta þyrfti í dráttarbát, vilji til að breyta höfninni þannig að hægt yrði að koma stærri skipum inn og þar fram eftir götunum.  Stóra verkefnið á þeim stutta tíma frá því að við tókum við hefur því ekki verið að búa til skilning á mikilvægi hafnarinnar heldur að koma orðum og vilja í verk.  Í skipulagsmálum hafnarinnar þurfti að stíga stór skref.  Deiliskipulag var ófullgert, aðalskipulag ófrágengið, lóðir ekki tilbúnar, dráttabátur hvergi á áætlun og hvergi svo mikið sem minnst á stækkun hafnarinnar í áætlunum ríksins.  Þetta kom því til kasta okkar og félaga okkar í núverandi bæjarstjórn.

Nýr dráttabátur var mikilvægur

Nýr dráttabátur var án vafa nauðsynlegur. Kaup á dráttarbáti var enda ein helsta krafa Smyril line.  Við upphaf kjörtímabilsins lá hinsvegar ekkert fyrir annað en viljinn.  Kaup voru ekki fjármögnuð, ekki var gert ráð fyrir honum í fjárhagsáætlunum né var búið að tryggja aðkomu ríkisins sem var forsenda slíkra kaupa.  Þetta allt gerði núverandi bæjarstjórn á fyrri hluta kjörtimabilsins, auk þess að kaupa hann og taka hann í notkun.  Dráttabáturinn Herdís hefur síðan þá bætt þjónustu hafnarinnar og aukið öryggi sæfara verulega.

Nýjar lóðir á leið í auglýsingu

Núverandi bæjarstjórn hefur nú einnig lokið gerð aðalskipulags á athafnasvæði hafnarinnar sem og deiliskipulagi.  Lóðir verða tilbúnar til úthlutunar á næstu dögum.   Nú þegar hefur verið unnið með sterkum fyrirtæki að frekari vexti á athafnasvæði hafnarinnar og ný fyrirtæki sýna áhuga.

Vöxtur gerist ekki ef heimavinnan er vanrækt

Núverandi bæjarstjórn hefur einnig unnið heimavinnuna hvað varðar að koma Þorlákshöfn á áætlanir ríkisins.  Í nútímastjórnsýslu er það nefnilega ekki þannig að það sé nóg að fá góða hugmynd.  Það þarf að vinna henni farveg og það hefur nú verið gert með mikilli vinnu núverrandi stjórnenda og embættismanna  og þannig náðist að fá nauðnsynlega ályktun samgönguráðs  en í því segir: „Til þess að af því [reglulegar siglingar farþegaferju] geti orðið þarf að bæta hafnaraðstöðuna með lengingu Suðurvarnargarðs. Við það verður innsiglingin öruggari en ella og snúningsrými stækkar. Framkvæmd á borð við þessa flokkast sem nýframkvæmd utan Hafnabótasjóðs vegna umfangs. Með vísan til framangreinds leggur nefndin áherslu á að framkvæmdum í Þorlákshöfn verði tryggt fjármagn í fyrirhuguðu fjárfestingarátaki 2021–2023“

Stærsti áfanginn náðist núna í þessari viku

Í þessari viku náðist svo stærsti áfanginn sem var að tryggja fjármögnun ríkisins eins og hún er framsett í fjármálaáætlun.  Þar með liggur ljóst fyrir að höfnin hér í Þorlákshöfn mun taka risa skref á næstu árum.  Ekki er ólíklegt að heildar kostnaður geti numið hátt í 4 milljörðum þegar allt er til talið.  Að þvi afloknu á höfnin að geta tekið inn allt að 180 metra löng og 30 metra breið skip.  Til samanburðar má geta þess að nýju skip Eimskipa og ferja eins og Norræna eru í þessum stærðaflokki.

Áfram verður sótt

Verkið er umfangsmikið og líklegt að það taki um 3 til 4 ár. Lengja á Suðurvaragarð um allt að 200 metra, færa Suðurvararyggju innar þannig að hún verði í vari af garðinum, byggður verður nýr sandfangari og lengi má áfram telja.  Að verki loki verður Þorlákshöfn ennbetri fiskihöfn og staða hennar sem vöruhafnar tryggð til framtíðar.  Hafnarbærinn Þorlákshöfn mun því halda áfram að vaxa og styrkjast.

Við trúum því einlæglega að á þessum forsendum sé sókn samfélags okkar best tryggð.  Þannig hefur það ætíð verið, og þannig verður það áfram.

 

Gestur Þór Kristjánsson

Steinar Lúðvíksson

Grétar Ingi Erlendsson

Kristín Magnúsdóttir

 

Nýjar fréttir